Færslur: 2007 Ágúst

29.08.2007 13:11

6. mánaða

Hæ hæ

Jæja haldið ekki bara að Alexander Óli sé orðinn 6 mánaða!! Mér finnst eins og hann hafi fæðst í gær. Við fórum með hann í 6 mánaða skoðun í síðustu viku og strákurinn okkar er orðinn 9,4 kg og 72 cm sem þýður að hann braggast alveg rosalega vel.
Það nýjasta hjá Alexander er að hann er farinn að "skríða" út um allt, hann er að vísu ekki farinn að fatta að fara upp á hnén heldur tosar hann sig bara áfram og rúllar sér á milli en hann kemst allavega þangað sem hann ætlar sér að fara. Það eru ennþá engar tennur farnar að sjást en það er ekki langt í þær.
En jæja sá stutti er farinn að kalla úr vagninum, endilega kíkið á nýju myndirnar og ekki hika við að senda okkur póst ef þið vitið ekki lykilorðið

20.08.2007 11:48

Læsing

Hæ hæ

vildi bara láta vita að við læstum myndaalbúminu. Lykilorðið er fótboltaliðið sem Kári heldur með, ef þið vitið ekki hvað það er þá megið þið bara endilega senda okkur línu og við sendum ykkur lykilorðið. Fer svo að skella inn nýjum myndum og fréttum

14.08.2007 09:37

Afmælisbarn

Pabbinn á heimilinu á afmæli í dag
 
 

Já elsku besti Kári okkar, til hamingju með afmælið

Knús og kossar

Ásdís og Alexander Óli

  • 1

Eldra efni

Um mig

Faðir:

Kári Emilsson

Móðir:

Ásdís Jóna Marteinsdóttir

Um:

Ég heiti Alexander Óli Kárason og ég fæddist 16.febrúar 2007. Ég var 13 merkur og 49 cm. Ég kom svoldið fyrr en ég átti að gera en það var sko í góðu lagi því það voru allir orðnir svo spenntir að fá mig. Ég á eina stóra systir sem heitir Lísa Katrín, hún er alveg æðisleg. Pabbi minn heitir Kári Emilsson og er úr Mosó, Mamma heitir Ásdís Jóna og er úr Árbænum.

Alexander verður 4 ára

atburður liðinn í

14 ár

4 mánuði

13 daga

Tenglar

Flettingar í dag: 153
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 21
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 58563
Samtals gestir: 11967
Tölur uppfærðar: 1.7.2025 04:49:03